Fara í efni

Um Markaðsstofur Landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og vinnu við vöruþróun í ferðaþjónustu.

Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila.

Markaðsstofur landshlutanna starfa með yfir 1000 fyrirtækjum og 61 sveitarfélagi um allt land.

Nánari upplýsingar um hlutverk og markmið markaðstofanna.

Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið

Fréttir

Opið fyrir skráningu sýnenda á HITTUMST

17.02.2025
HITTUMST er vettvangur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu til að kynna vörur sínar og þjónustu og styrkja tengsl og þekkingu. Allir aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er fyrirtæki, stofnanir eða sveitafélög, eru hvattir til að taka þátt og sýna það sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Menntamorgun: Snjöll ferðaþjónusta

12.02.2025
Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli?

Upptökur frá Advania Live á Mannamótum

23.01.2025
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn og tókust frábærlega. Í samstarfi við Advania var boðið upp á beina útsendingu úr Kórnum í fjóra klukkutíma þar sem fulltrúar allra landshluta komu í spjall og sömuleiðis ýmsir viðmælendur úr stoðkerfi ferðaþjónustu, til að mynda nýjan ráðherra ferðamála.

Bein útsending frá Mannamótum

16.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju. Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.

Áfangastaðaáætlanir

Norðurland
Skoða
Suðurland
Skoða
Vestfirðir
Skoða
Austurland
Skoða
Vesturland
Skoða
Reykjanes
Skoða
Höfuðborgar-svæðið
Skoða

Norðurland

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Hafnarstræti 91, 3. hæð
600 Akureyri
Sími: 462-3300
arnheidur@nordurland.is
www.nordurland.is

Talsmaður markaðsstofanna

Suðurland

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri
Fjölheimum v/ Tryggvagarð
800 Selfoss  
Sími: 560 2050
ragnhildur@south.is
www.south.is 

Austurland

Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri
Tjarnarbraut 39e
700 Egilsstaðir
Sími: 470-3800
alexandra@austurbru.is 
www.visitausturland.is

Vesturland

Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri áfangastaðarins
Bjarnarbraut 8
310 Borgarnes
Sími: 433 8820
kristjan@west.is
www.west.is

Vestfirðir

Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður
Árnagata 2-4
400 Ísafjörður
Sími: 450-6603
solvi@vestfirdir.is
www.westfjords.is

Reykjanes

Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður
Skógarbraut 945
262 Reykjanesbær
Sími: 420-3280
thura@visitreykjanes.is
www.visitreykjanes.is

Höfuðborgarsvæðið

Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
Þórunnartún 2
105 Reykjavík
Sími: 824 4375
inga@reykjavikandpartners.is
www.visitreykjavik.is