Upplýsingar til sýnenda
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi.
Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við Isavia og Norlandair, setja upp vinnufundinn MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 16. janúar 2025, kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.
Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðaþjónustu.
Á Mannamót bjóðum við gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma að hitta okkur. Við sendum út rafræn boð og dreifum einnig boðskortum beint á skrifstofurnar:
- Starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda
- Starfsfólki upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
- Leiðsögumönnum
- Nemendum í leiðsögunámi og ferðamálafræðum ásamt kennurum í ferðamálagreinum
- Starfsfólki í þjónustuverum flugfélaga
- Sölu- og kynningarfólki flugfélaga
- Starfsfólki í mótttökum hótela og gistihúsa
- Fjölmiðlum
- Opinberum stofnunum: Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Isavia, ofl.
Hér má sækja borða sem hægt er að setja inn í undirskrift í tölvupóst með upplýsingum um að þú ætlir að vera á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Borðanum má gjarnan hala niður og deila inn á sína miðla, dreifa þannig gleðinni meðal samstarfsaðila í ferðaþjónustu og bjóða þeim að kíkja á ykkur í Kórnum þann 16. janúar 2025. Borðinn er einnig til á ensku.
Fyrirtæki sem ekki eru aðilar að markaðsstofu geta haft samband við sína landshlutaskrifstofu en tengiliðaupplýsingar þeirra má finna í fætinum hér fyrir neðan.
Skráningu sýnenda lýkur þann 19. desember 2024