Upplýsingar til gesta
Verið velkomin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025!
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er stefnumót fagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi.
Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við Isavia, setja upp vinnufundinn Mannamót í Kórnum í Kópavogi fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 16. janúar 2025 kl. 12:00 – 17:00.
Lokaviðburður er á Iceland Parliment Hótel - Hittumst 19:30-21:00
Mannmót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðaþjónustu.
Ef þú tengist ferðaþjónustu eða fellur í einhvern af neðangreindum flokkum, þá bjóðum við þig hjartanlega velkomin/n
- Starfsfólk ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda
- Starfsfólk upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
- Leiðsögumenn
- Nemendur í leiðsögunámi og ferðamálafræðum ásamt kennurum í ferðamálagreinum
- Starfsfólki í þjónustuverum flugfélaga
- Sölu- og kynningarfólki flugfélaga
- Starfsfólki í mótttökum hótela og gistihúsa
- Fjölmiðlum
- Opinberum stofnunum: Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Isavia, ofl.
Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna en gott er þó að skrá sig, svo að við getum metið mætingu og verið tilbúin að taka á móti ykkur.
Tímasetningar
- Opið fyrir söluaðila með ráðgjöf og þjónustu: 12:00-14:00
- Opið fyrir gesti í ferðaþjónustu: 12:00 – 17:00
- Lokaviðburður á Iceland Parliment Hótel - Hittumst 19:30-21:00
Fjölnotamál skipta máli: Boðið verður upp á kaffi og vatn. Við hvetjum alla til þess að taka með sér fjölnotamál til þess að takmarka notkun á einnota málum.
Markaðsstofur landshlutanna hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast samstarfsaðilum um allt land.
Mannamót hafa þá sérstöðu að í sýningunni taka þátt fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, gömul og ný, frá öllum landshlutum. Uppsetningin og aðstaðan er hrá, óformleg og gefur góða mynd af sérkennum svæðanna sem hefur vakið ánægju bæði gesta og sýnenda. Markaðsstofurnar senda út þjónustukönnun eftir hverja sýningu þar sem aðilum gefst kostur á að koma skoðun sinni á framfæri og reynum við að aðlaga þjónustuna og skipulagið hverju sinni að þeim athugasemdum og tillögum sem koma fram.
Hér má sækja borða sem hægt er að setja inn í undirskrift í tölvupóst með upplýsingum um að þú ætlir að vera á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Borðanum má gjarnan hala niður og deila inn á sína miðla, dreifa þannig gleðinni meðal samstarfsaðila í ferðaþjónustu og bjóða þeim að kíkja á ykkur í Kórnum þann 16. janúar 2025. Borðinn er einnig til á ensku.
Hlökkum til að eiga frábæran dag með ykkur á MANNAMÓTUM MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA 2025!
Markaðsstofur landshlutanna