Fara í efni

Fréttir frá markaðsstofum landshlutanna

Opið fyrir skráningu sýnenda á HITTUMST

17.02.2025
HITTUMST er vettvangur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu til að kynna vörur sínar og þjónustu og styrkja tengsl og þekkingu. Allir aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er fyrirtæki, stofnanir eða sveitafélög, eru hvattir til að taka þátt og sýna það sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Menntamorgun: Snjöll ferðaþjónusta

12.02.2025
Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli?

Upptökur frá Advania Live á Mannamótum

23.01.2025
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin fimmtudaginn 16. janúar síðastliðinn og tókust frábærlega. Í samstarfi við Advania var boðið upp á beina útsendingu úr Kórnum í fjóra klukkutíma þar sem fulltrúar allra landshluta komu í spjall og sömuleiðis ýmsir viðmælendur úr stoðkerfi ferðaþjónustu, til að mynda nýjan ráðherra ferðamála.

Bein útsending frá Mannamótum

16.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju. Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

14.01.2025
„Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins.“

Listi yfir sýnendur á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna 2025

07.01.2025
Nú styttist í Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025. Listi yfir sýnendur er nú tilbúinn, en hann er birtur með fyrivara um breytingar.

Markaðsstofur efla tengsl og skoða áfangastaði

05.11.2024
Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna kom saman á Austurlandi fyrir stuttu til að efla tengsl, skoða áfangastaði og ræða sameiginleg málefni og framtíðaráætlanir.

Skráning fyrir gesti og sýnendur á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025

16.10.2024
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025 frá klukkan 12 til 17.

Menntamorgunn 14. maí: Öryggi í fyrsta sæti

08.05.2024
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00-9:45.