Fara í efni

Listi yfir sýnendur á Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna

14. janúar 2020
Fréttir

Hér má sjá lista þá sýnendur sem verða á Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi á fimmtudaginn frá 12-17. Venju samkvæmt er salnum skipt upp eftir landshlutum og því verður hægt að „ferðast um landið“ þegar farið er í gegnum gangana.

Starfsmenn Markaðsstofanna verða auðkenndir með sérstökum gulum hálsböndum, en allir gestir fá hvít hálsbönd við komu og allir sýnendur verða með svört hálsbönd. Þannig er þægilegt að gera greinarmun á því í hvaða hlutverki fólk á svæðinu er.

Fjölnotamál skipta máli:  Boðið verður upp á kaffi og einnig verður bás með Kranavatni á vegum Íslandsstofu. Við hvetjum alla til þess að taka með sér fjölnotamál til þess að takmarka notkun á einnota málum.

Vakin er sérstök athygli á því að í Kórnum ríkir hnetubann vegna bráðaofnæmis.