Fara í efni

Opið fyrir skráningu sýnenda á HITTUMST

17. febrúar

HITTUMST er vettvangur ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu til að kynna vörur sínar og þjónustu og styrkja tengsl og þekkingu. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stendur fyrir viðburðinum. 

Allir aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er fyrirtæki, stofnanir eða sveitafélög, eru hvattir til að taka þátt og sýna það sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða.

Dagur og stund
8. maí kl. 13.00 - 16.00 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.

Sýnendur
Aðilar að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Þátttökuverð
20.000 kr. fyrir einn bás.
Einn bás er eitt hringborð og pláss fyrir einn Roll-up stand.

ATH! Einungis er í boði að fá einn bás að svo stöddu en hægt er að óska eftir meira plássi (þ.e. fleiri básum) og fer það eftir fjölda sýnenda hvort hægt verði að vera við þeirri bón. Ef rými gefst til þess þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær, þ.e. þeir sem eru fyrstir til að skrá sig og óska eftir auka bás eiga meiri möguleika á því að fá auka bás. Haft verður samband við þá sem óska eftir auka bás við lok umsóknarfrests.

Skráningarfrestur sýnenda á HITTUMST er til og með fimmtudeginum 20. mars.

Dagskrá
Hús opnar kl. 11.30 fyrir uppsetningu.
Opið hús fyrir gesti kl. 13.00 – 16.00
Búbblustund fyrir aðildarfélaga kl. 16.00

Gestir
Öll sem tengjast og hafa áhuga á ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning og nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins